ESB verkefninu BioProtect hleypt af stokkunum

ESB verkefninu BioProtect hleypt af stokkunum

BioProtect er nýtt verkefni á vegum Evrópusambandsins og hefur formlega verið hleypt af stokkunum. Verkefnið kemur til móts við þær brýnu áskoranir sem mannlegar athafnir ásamt loftslagsbreytingum hafa haft á sjávarvistkerfin okkar.
Málþing Selaseturs Íslands í samstarfi við Hafrannsóknastofnun 17. maí

Málþing Selaseturs Íslands í samstarfi við Hafrannsóknastofnun 17. maí

Þann 17. maí heldur Selasetur Íslands sitt þriðja málþing í húsnæði sínu að Strandgötu 1, Hvamstanga í samstarfi við Hafrannsóknastofnun. Margir áhugaverðir fyrirlestrar tengdum selum og lífríki þeirra verða í boði. Sumir fyrirlestrana eru um verkefni sem Selasetrið hefur unnið í samstarfi við Hafrannsóknastofnun ásamt kynningu á nemendaverkefnum sem Sandra Granquist, dýraatferlis- og vistfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun hefur haft umsjón með.
Nemendur Sjávarútvegsskóla Gró fóru í hvalaskoðun fyrr á árinu í Eyjafirði.

Útskrift nemenda Sjávarútvegsskóla GRÓ

Útskrift 25. árgangs nemenda Sjávarútvegsskóla GRÓ fer fram miðvikudaginn 15. maí. Athöfnin fer fram í hátíðarsal Hafrannsóknastofnunar, Fornubúðum 5 Hafnarfirði og hefst kl. 15:10. Að athöfninni lokinni munu útskriftarnemendur kynna verkefni sín á sérstakri veggspjaldasýningu.
Kampakátur hópur rannsóknafólks og áhafnameðlima sem brosti framan í myndavélina áður en rannsóknask…

Haldið af stað í vorleiðangur Hafrannsóknastofnunar

Það var kampakátur hópur rannsóknafólks og áhafnameðlima sem brosti framan í myndavélina áður en rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson lagði af stað í árlegan vorleiðangur Hafrannsóknastofnunar þann 13. maí. Leiðangurinn er liður í langtímavöktun hafs en vistkerfisrannsóknir eru framkvæmdar á dýrasvifi (átu), plöntusvifi (gróðri), næringarefnum, hita og seltu (ástand sjávar) á hafsvæðinu við Ísland.
Í greininni er sýnt fram mikla og langvarandi bjögun rannsókna á tegundum og vistkerfum þegar sjónum…

Langtímaleitni og bjögun í tengslum við rannsóknir á vernd líffræðilegrar fjölbreytni

Nýlega var birt greinin Langtímaleitni og bjögun í tengslum við rannsóknir á vernd líffræðilegrar fjölbreytni í vísindaritinu Cell Reports Sustainability. Í greininni birtist tölfræðileg samantekt greina um verndarlíffræði, sem gefnar hafa verið út í fjórum alþjóðlegum verndarlíffræðiritum á tímabilinu 1968 til 2020. Í greininni er sýnt fram mikla og langvarandi bjögun rannsókna á tegundum og vistkerfum þegar sjónum er beint að - athygli rannsóknarsamfélagsinns í samanburði við tegundir og heimkynni þeirra sem eru skráðar í hættu á rauðum lista Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna yfir tegundir í útrýmingarhættu.
Mynd: J. Helgason

Upptaktur að veiðisumri

Hafrannsóknastofnun boðar til fundar um málefni ferskvatnsfiska fimmtudaginn 16. maí 2024 kl. 8.30, í aðdraganda komandi veiðisumars. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Hafrannsóknastofnunar að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði. Gestum verður boðið að þiggja morgunverð fyrir fundinn.
Vatnalíf hefur orðið illa úti vegna vatnsþurrðarinnar, hafa þörungar, smádýr og fiskar drepist á öll…

Vatnsþurrð og fiskadauði í Grenlæk í Landbroti

Vatnsþurrð er nú í Grenlæk í Landbroti, einni af mestu sjóbirtingveiðiám landsins. Við vettvangsskoðun 2. maí sást að efstu 11 km Grenlækjar á svæðinu ofan við Stórafoss eru þurrir, en þar eru mikilvægar hrygningar- og uppeldisstöðvar fyrir sjóbirting. Mikið sást af dauðum sjóbirtingum, flestir voru þeir yfir 50 cm langir og að líkindum fiskar sem hrygndu á sl. hausti.
Rannsóknaskipið Árni Friðriksson HF 200 á miðunum úti fyrir Snæfellsnesi. 
Mynd: Svanhildur Egilsdó…

Skýrsla um framkvæmd og helstu niðurstöður stofnmælinga botnfiska á Íslandsmiðum

Komin er út skýrsla þar sem gerð er grein fyrir framkvæmd og helstu niðurstöðum stofnmælingar botnfiska á Íslandsmiðum sem fram fór dagana 28. febrúar til 20. mars 2024. Niðurstöður eru bornar saman við fyrri ár en verkefnið hefur verið framkvæmt með sambærilegum hætti ár hvert frá 1985.
Mynd: Svanhildur Egilsdóttir.

Hafrannsóknastofnun óskar eftir að ráða vélstjóra

Hafrannsóknastofnun leitar að jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingi í starf vélstjóra á rannsóknaskip stofnunarinnar til starfa sem fyrst. Um er að ræða tímabundið starf til árs með möguleika á framlengingu.
Skýringarmynd: Hér sýnir bleika svæðið algenga leið hnúfubaks að búsvæðis frá vesturfæðusvæðinu (sam…

Fyrsta skráning um hreyfingar hnúfubaks milli Grænhöfðaeyja og Vestur-Grænlands

Hnúfubakur sem myndaður var við Grænhöfðaeyjar undan ströndum Afríku hefur nú í fyrsta sinni einnig verið myndaður á fæðusvæði vestur-Grænlands.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?